Íslandsmeistaramót kaffibarþjóna

Íslandsmeistaramót kaffibarþjóna

Kaupa Í körfu

DÓMARAR á Íslandsmeistaramóti kaffibarþjóna, sem fram fór á Blómatorgi Kringlunnar í gær, fylgdust áhugasamir með keppendum sýna listir sínar. Og ekki virtust gestir og gangandi sýna keppendunum 19 minni áhuga. Það var Pálmar Þór Hlöðversson sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum að þessu sinni og tekur hann þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Atlanta í Bandaríkjunum um miðjan apríl. Pálmar Þór, sem einnig varð Íslandsmeistari í fyrra, var verðlaunaður fyrir besta espresso- og besta capuccino-drykkinn. Verðlaun fyrir besta frjálsa drykkinn hlaut að þessu sinni Ingibjörg Ferrer, en Bjarmi Fannar Irmuson hlaut verðlaun í mjólkurlistakeppninni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar