Blaðamannaverðlaunin afhent

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Blaðamannaverðlaunin afhent

Kaupa Í körfu

BLAÐAMANNAVERÐLAUN Blaðamannafélags Íslands voru afhent á Hótel Holti á laugardaginn. Blaðamannaverðlaunin 2008 komu í hlut Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, blaðamanns á mbl.is. Að mati dómnefndar nálgaðist hún málefni líðandi stundar á frumlegan hátt og nýtti netmiðilinn með nýjum hætti í íslenskri fjölmiðlun. Verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins hlutu þeir Ragnar Axelsson ljósmyndari og Önundur Páll Ragnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins. Að mati dómnefndar stóð umfjöllun þeirra um virkjunarkosti á Íslandi upp úr öðrum umfjöllunum síðasta árs, en þar voru dregnir fram með samtvinnun texta og mynda kostir og gallar hvers virkjunarkosts um sig og málið sett í samhengi. MYNDATEXTI Önundur Páll Ragnarsson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Sigurjón M. Egilsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar