Vesturfaraverkefni

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vesturfaraverkefni

Kaupa Í körfu

RÁÐGJAFANEFND, sem í situr Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, tók á fimmtudag til starfa á vegum Norræna félagsins til að stuðla að framgangi ungmennasamskipta fólks af íslenskum ættum vestanhafs og Íslendinga á Íslandi. Vigdís sagði á blaðamannafundi, sem haldinn var um störf nefndarinnar, að þetta verkefni væri liður í að hjálpa ungu fólki af íslenskum ættum í Norður- Ameríku að komast til Íslands. MYNDATEXTI: RÁÐGJAFANEFND Norræna félagsins um ungmennasamskipti, sem nefnd hafa verið Vesturfaraverkefnið. Á myndinni eru (f.v.) Sigrún Jónsdóttir, Ingvi S. Ingvarsson, Kristín S. Kvaran, Haraldur Bessason, Vigdís Finnbogadóttir, Úlfur Sigurmundsson og Almar Grímsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar