Bakarar
Kaupa Í körfu
AXEL Þorsteinsson, bakaranemi hjá Kökuhorninu, brosti breitt þegar hann sýndi ljósmyndara framlag sitt til árlegrar nemakeppni Kornax, Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi, klúbbs bakarameistara og Landssambands bakarameistara, sem haldin var fyrir helgi. Fyrri daginn höfðu keppendur þrjár klukkustundir, seinni daginn fimm klukkustundir, og var keppt í brauðum, smábrauðum, vínarbrauðum og skrautstykkjum. Átta keppendur spreyttu sig að þessu sinni og fylgdust þrír bakaramenntaðir dómarar með hverju handtaki þeirra. Orri Arnórsson, starfsnemi hjá bakaríinu Arnóri bakara í Vestmannaeyjum, hlaut 1. verðlaun. Sævar Ingi Rúnarsson, bakaranemi í Bakaríinu við brúna á Akureyri, varð annar en Axel Þorsteinsson þriðji. Keppendur þurfa að hafa lokið grunndeild hjá Hótel- og matvælaskólanum og að vera komnir á samning hjá bakarameistara
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir