Ísland - Eistland 38:24

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ísland - Eistland 38:24

Kaupa Í körfu

EFTIR smá hnökra á leik okkar á upphafsmínútunum þá held ég að okkur hafi tekist að spila mjög vel fyrri hálfleikinn á enda. Þótt við værum staðráðnir í að leika síðari hálfleikinn eins og þann fyrri þá tókst það ekki og botninn datt aðeins úr leik okkar, en það kom ekki í veg fyrir öruggan sigur,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir öruggan 14 marka sigur, 38:24, á Eistlendingum í 3. riðli undankeppni Evrópumótsins á Ásvöllum í gær. MYNDATEXTI Ásgeir Örn Hallgrímsson lék mjög vel í vörn og sókn með íslenska landsliðinu þegar það vann Eista sannfærandi í gær, 38:24. Leikið var á hinum gamla heimavelli Ásgeirs í Hafnarfirði, Ásvöllum, og hann kunni vel við sig, skoraði 7 mörk og var markahæstur í íslenska liðinu. 4-5

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar