Ísland - Eistland 38:24

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ísland - Eistland 38:24

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla hefur svo gott sem tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik sem fram fer í Austurríki á næsta ári. Eftir stórsigur á Eistlandi á Ásvöllum í gær, 38:24, er sætið svo gott sem tryggt, alltént þarf stórslys til þess að breyta því að forystumenn HSÍ geti farið að panta flugmiða til Austurríkis í tíma og freista þess að fá þá á sem hagstæðustu verði. Úrslitin réðust strax í fyrri hálfleik, en að honum loknum munaði 12 mörkum, Íslandi í vil, 20:8. MYNDATEXTI Sigurbergur Sveinsson úr Haukum var á heimavelli á Ásvöllum í gær og hér lætur hann skot ríða af að marki Eista. Hann gerði tvö mörk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar