Keilir og nágrenni

Keilir og nágrenni

Kaupa Í körfu

Skuggar einkennisfjalls Reykjanesskagans styttast með hverjum degi GOTT útsýni er af Keili en ennþá betra þegar flogið er yfir og Keilir sjálfur er í forgrunni. Keilir er einkennisfjall á vestanverðum Reykjanesskaganum og þekktur fyrir strýtumyndaða lögun sína. Hann sést víða af skaganum og höfuðborgarsvæðinu. Tindarnir á suðurhluta Reykjanesskagans draga nokkurn dám af Keili, eins og sjá má. Á bak við fjöllin sést suðurströnd skagans, nokkru austan við Grindavík. Keilir varð til við gos undir jökli á ísöld og er því að miklu leyti úr móbergi en lögun sína fær hann af gígtappa úr harðara bergi á fjallinu miðju sem ver það gegn veðrun. Móbergið hefur þó smám saman runnið niður hlíðarnar og myndað strýtuna sem fjallið tekur nafn sitt af.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar