HK - Þróttur

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

HK - Þróttur

Kaupa Í körfu

DEILDARMEISTARAR HK í blaki kvenna fengu svo sannarlega kröftuga mótspyrnu frá "spútnikliði" Þróttar úr Neskaupstað þegar fyrsti leikurinn í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn fór fram í Digranesi í Kópavogi í gærkvöldi. HK var í þremur hrinum gegn einni og ljóst að allt stefnir í hörkuleik á milli liðanna eystra á föstudag þegar þau mætast öðru sinni. HK vann fyrstu hrinuna í gær, 26:24, þar sem vart mátti á milli sjá. Heimaliðið hafði tögl og hagldir í annarri hrinu og vann með tíu stiga mun, 25:15. Ungt lið Þróttar kom af krafti til baka í þriðju hrinu og vann með sex stiga mun, 25:19. Í fjórðu hrinu voru leikmenn HK sterkari. Þeir unnu með átta stiga mun, 25:17.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar