Mótmæli stúdenta við skrifstofu rektors HÍ

Mótmæli stúdenta við skrifstofu rektors HÍ

Kaupa Í körfu

Stúdentar þrýsta á um úrbætur enda er atvinnuleysi þúsunda fyrirséð EKKI hefur enn verið tekin endanleg ákvörðun um hvort Háskóli Íslands muni bjóða uppi á sumarönn við skólann. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, mun í dag eða á allra næstu dögum, funda með Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra með það fyrir augum að finna lausn á þeim vanda sem blasir við stórum hluta stúdenta vegna slæmra atvinnuhorfa í sumar. MYNDATEXTI: Mótmæli Stúdentar efndu til setuverkfalls fyrir utan skrifstofu rektors Háskóla Íslands í gær og kröfðust úrræða. Fátt er um fína drætti fyrir þá úti á vinnumarkaðnum núna en fátt vilja stúdentar síður en sitja auðum höndum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar