Möguleikamiðstöð - 1.077 atvinnulausir á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Möguleikamiðstöð - 1.077 atvinnulausir á Akureyri

Kaupa Í körfu

*Upplýsingar á einum stað fyrir fólk í atvinnuleit og fleiri *Áhersla lögð á að koma í veg fyrir að einhver verði óvirkur MÖGULEIKAMIÐSTÖÐ hefur verið opnuð í Rósenborg, í gamla barnaskólanum á Akureyri; staður sem sérstaklega er ætlaður fólki í atvinnuleit. Hilda Jana Gísladóttir er einn fjögurra starfsmanna í Möguleikamiðstöðinni. Hún segir að þótt miðstöðin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir fólk í atvinnuleit sé líklegt að margir aðrir geti nýtt sér hana; t.d. fólk í fæðingarorlofi, öryrkjar eða þeir sem vinna bara hluta úr degi. MYNDATEXTI: Möguleikar Hilda Jana Gísladóttir, Úlfhildur Sigurðardóttir, Dóróthea Jónsdóttir og Heiðar Þór Rúnarsson, starfsmenn miðstöðvarinnar. Til hægri er Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar