Blaðamannafundur sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu

Blaðamannafundur sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu

Kaupa Í körfu

Saka þingmeirihluta um að rjúfa 50 ára hefð um að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það ríki þverpólitísk sátt "ÞAÐ eru örfáir dagar til kosninga. Fólkið og atvinnustarfsemina í landinu þyrstir í lausnir frá stjórnvöldum. Hins vegar á að nýta þingtímann til að þvinga í gegnum þingið breytingar á stjórnarskránni í ágreiningi. Það er 50 ára hefð fyrir því að breytingar á stjórnarskránni séu ekki gerðar í ágreiningi milli stjórnmálaflokka," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á blaðamannfundi í gær áður en boðuð umræða um breytingar á stjórnarskránni var tekin fyrir á Alþingi. MYNDATEXTI: Gagnrýnin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson gagnrýna boðaðar stjórnarskrárbreytingar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar