Grunnskóli Eyrarbakka

Grunnskóli Eyrarbakka

Kaupa Í körfu

AICON, sem er hugbúnaðarfyrirtæki, vinnur nú að því að laga Vefþuluna að pdf-útgáfu Morgunblaðsins á netinu. Vefþulan er vefþjónusta sem er þeim eiginleikum gædd að breyta texta á skjá í hljóð og nýtist því blindum, lesblindum og öðrum sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með lestur. Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Aicon, segir tæknilega ekkert þessu til fyrirstöðu og vonast til að forritið, sem gerir þetta kleift, verði komið í gagnið síðar á þessu ári. Um nokkurt skeið hefur mátt hlýða á fréttir á mbl.is með því að velja „upplestur á frétt“ en hugmyndir um að Vefþulan nái til blaðsins alls á netinu eru nýjar af nálinni. MYNDATEXTI Skólavæn Vefþulan er notuð við kennslu í Grunnskólanum á Eyrarbakka. Vefþulan les texta sem birtist á töflunni upp fyrir þá sem á þurfa að halda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar