Guðmundur og Gunnar

Heiðar Kristjánsson

Guðmundur og Gunnar

Kaupa Í körfu

Það er líklega erfitt fyrir flesta lesendur að sjá merkingu út úr fyrirsögninni hér að ofan en einmitt svona getur setningin „hvað í ósköpunum stendur hér?“ horft við lesblindum einstaklingi. Vefþulan, ný vefþjónusta sem hefur rutt sér til rúms, er himnasending fyrir lesblinda en eiginleikar hennar felast í því að breyta texta á skjá í hljóð. Hún kemur vitaskuld blindum og sjónskertum vel líka. Vefþulan er runnin undan rifjum Þórarins Stefánssonar, framkvæmdastjóra Hexiu, en hugbúnaðarfyrirtækið Aicon tók við keflinu í október í fyrra ásamt Páli Jónssyni eiganda leit.is. „Páll, sem er á áttræðisaldri, sá strax notagildið í þessu fyrir eldra fólk og það er virkilega ánægjulegt að hann skyldi vilja taka þátt í þessu nýsköpunarverkefni með okkur,“ segir Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Aicon, en þróunarstarf hvílir á hans herðum. „Vefþulan er pottþétt lausn fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum getur ekki lesið eða á erfitt með það,“ bætir hann við. MYNDATEXTI Straumhvörf Guðmundur Jónsson og Gunnar B. Þorsteinsson hjá Aicon segja möguleika Vefþulunnar mikla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar