Krummi kominn á hreiðrið

Krummi kominn á hreiðrið

Kaupa Í körfu

ÞESSI hrafn gætir vandlega eggja sinna sem liggja vel varin í laup, eða bálk eins og hreiður hrafna eru gjarnan kölluð, á klettasyllu í borgarlandinu. Hrafnaparið hóf gerð laupsins snemma í vor og hefur smátt og smátt safnað í hann spreki, spýtum, lyngi o.fl. en hrafnar þykja úrvals hreiðursmiðir. Laupur hefur verið á þessum stað í nokkur ár og líklega sama parið sem heldur sig þarna þó ekki sé hægt að slá því föstu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar