Árni Páll í uppáhaldi

Árni Páll í uppáhaldi

Kaupa Í körfu

MARGRA augum er það endanlegt merki þess að vorið sé að koma þegar útskriftarnemendur í framhaldsskólum arka um götur bæjarins klæddir í alls kyns furðufatnað. Dimitteringar eru orðnar árviss viðburður og verður því ekki neitað að þegar hópur ofurhetja, teiknimyndafígúra, húsdýra eða kynjavera sést spássera um bæinn ljær það honum skemmtilegan brag. Þessar hressu stúlkur, í gervi múmínálfa, úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru á leiðinni á þingpalla Alþingis í gær til að berja augum uppáhaldsþingmanninn sinn, Árna Pál Árnason, en þær sögðu ljósmyndaranum að þeim þætti hann „alveg æðislegur!“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar