Folald

Atli Vigfússon

Folald

Kaupa Í körfu

Laxamýri | Vorið er í nánd en í Þingeyjarsýslu er mikill snjór á túnum og lítið um beit enn sem komið er. Hestar eru víðast hvar á fullri gjöf, en frost hefur verið á nóttunni undanfarið og snjórinn lítið sigið. Þetta litla leirljósa folald í Reykjahverfi virðist ánægt með tilveruna en það er nýfætt og fær næga mjólk hjá hryssunni, sem trúlega er himinsæl með afkvæmið. Fólk vonast til að sumar og vetur frjósi saman og vorið verði gott.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar