Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

Heiðar Kristjánsson

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

Kaupa Í körfu

"Ooh, skólinn er að verða búinn, getum við ekki verið lengur?" Slík viðbrögð nemenda kæmu væntanlega flestum kennurum á óvart. En ekki í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. "Þær eru mjög ánægðar í þessu námi og það er gaman að fá svona viðbrögð," segir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Það var nóg að gera í eldhúsi Hússtjórnarskólans er ljósmyndari Morgunblaðsins kom þar við, sá hópur nemenda sem nú er í eldhúshluta námsins var önnum kafinn við að elda karrífiskrétt sem upphaflega er kominn frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. MYNDATEXTI: Matarkúnstir Nemum er skipt í tvo hópa og er sá hópur sem nú sinnir eldhússtörfum önnum kafinn við að undirbúa veislu fyrir foreldra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar