Eva Einarsdóttir

Eva Einarsdóttir

Kaupa Í körfu

FÉLAGIÐ Ísland-Palestína hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum og uppákomum til að sýna samstöðu með íbúum Palestínu og þar á meðal er safnskífan Frjáls Palestína sem gefin var út fyrir fimm árum og seld til stuðnings æskulýðsstarfi í Balata-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Sú útgerð gekk bráðvel og safnaðist um milljón króna sem rann til starfsins í Balata. Nú verður þráðurinn tekinn upp því í bígerð er önnur safnplata með íslenskri tónlist, Inshallah. Eva Einarsdóttir átti frumkvæði að plötunni Frjálsri Palestínu á sínum tíma og hún stendur einnig að nýju safnplötunni sem nú er tileinkuð börnum á Gaza. MYNDATEXTI Hugsjón „Mig langaði til að gera eitthvað meira til að sýna samstöðu með fólkinu,“ segir Eva Einarsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar