Kosningar til Alþingis 2009

Kosningar til Alþingis 2009

Kaupa Í körfu

Niðurstaða Alþingiskosninganna endurspeglar sterka vinstrisveiflu í hinu pólitíska landslagi á Íslandi. Samfylkingin og Vinstri grænir gátu fagnað góðum árangri á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn beið sinn versta ósigur í sögunni. Stemningin var eðlilega misjöfn á kosningavökum flokkanna. MYNDATEXTI: Í minnihluta Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson fylgdust spenntir með nýjum tölum á kosningavöku Ríkissjónvarpsins. Þeir verða líklega í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Guðjón Arnar Kristjánsson hverfur hins vegar af þingi en Frjálslyndir fengu engan þingmann kjörinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar