Stjarnan - Fram

Stjarnan - Fram

Kaupa Í körfu

Í GÆR fór fram fyrsti leikurinn í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik, þegar Stjarnan tók á móti Fram í Mýrinni í Garðabæ. Fram kom nokkuð á óvart í undanúrslitunum þegar liðið lagði deildarmeistara Hauka á leið sinni í úrslitin, en Stjarnan lagði Val að velli í sinni undanúrslitarimmu. Óhætt er þó að segja að lið Fram hafi valdið vonbrigðum í gær. Stjarnan hafði undirtökin allan leikinn og sigraði að lokum verðskuldað, 38:31. MYNDATEXTI Sólveig Lára Kjærnested úr Stjörnunni fær óblíðar móttökur hjá vörn Framara. Sólveig gerði 5 mörk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar