Ríkisstjórnarflokkar funda á Alþingi

Heiðar Kristjánsson

Ríkisstjórnarflokkar funda á Alþingi

Kaupa Í körfu

*Stjórnarflokkarnir hafa tekist á um ESB-mál í þrjá daga *Deilt um á hvaða stigi setja skuli málið í dóm þjóðarinnar STJÓRNARFLOKKARNIR fara sér í engu óðslega við gerð nýs stjórnarsáttmála og liggur ekki fyrir hvenær Alþingi kemur aftur saman. Í gær voru skipaðir fleiri starfshópar sem samþætta eiga sjónarmið flokkanna í helstu málum. Snemma dags kom í ljós að Evrópumálin eru í höndum Dags B. Eggertssonar og Össurar Skarphéðinssonar fyrir hönd Samfylkingar, en Katrínar Jakobsdóttur og Ögmundar Jónassonar fyrir VG. MYNDATEXTI: Ræða saman Forystufólk Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ræddi saman á fundi í Alþingishúsinu seinni partinn í gær. Enn er deilt um Evrópusambandið og hvort stefna skuli að aðildarumsókn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar