Linda Björk og Heba

Linda Björk og Heba

Kaupa Í körfu

Brettafélag Íslands hvetur stelpur til að koma á hjólabretti um næstu helgi *„Það hefur ekki verið mikið af stelpum í þessu, þær eru svolítið feimnar“ ÞAÐ er rosalega mikill áhugi, meiri en ég bjóst við,“ segir Linda Björk Sumarliðadóttir, formaður Brettafélags Íslands, um hjólabrettasamkomu sem haldin verður um næstu helgi og er eingöngu ætluð stelpum. „Við hvetjum stelpur til að koma í Parkið, og koma út að skeita. Það hefur ekki verið mikið af stelpum í þessu, þær eru svolítið feimnar. Þannig að allar stelpur eru velkomnar, hvort sem þær hafa aldrei farið á hjólabretti eða eru vanar,“ segir Linda, en samkoman verður haldin í Skateparkinu á horni Vesturgötu og Seljavegar laugardaginn 9. maí. MYNDATEXTI Brettastelpur Linda (t.h.) ásamt Hebu Shahin sem vinnur einnig að skipulagningunni fyrir næstu helgi. Þær hvetja stelpur á öllum aldri til að mæta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar