Kajakkeppni við Geldinganes

Kajakkeppni við Geldinganes

Kaupa Í körfu

KAJAKRÆÐARAR létu sig ekki muna um að vakna snemma á laugardagsmorgni og demba sér í kaldan sjóinn við Geldinganes til að keppa um Reykjavíkurbikarinn á árlegri sumarhátíð Kajakklúbbsins. Ekki létu þeir sér heldur róðurinn duga því að keppninni lokinni var tekin æfing í þyrlubjörgun á sjó með hjálp Landhelgisgæslunnar, og fengu þá ræðarar smjörþefinn af því hvernig það er að vera í sjónum undir öskrandi þyrluspöðum sem þeyta upp ölduróti. Þeir sem ekki lögðu í volkið gátu svo fylgst með þurrum fótum á landi og gætt sér á pylsu og kóki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar