David Lynch í Háskólabíói

hag / Haraldur Guðjónsson

David Lynch í Háskólabíói

Kaupa Í körfu

EFALAUST hefur fyrirlestur um hugleiðslu sjaldan vakið jafn mikla eftirtekt og umtal og sá sem fram fór á laugardaginn í Háskólabíói. Þá kynnti leikstjórinn David Lynch hugmyndir sínar um hvernig nota má innhverfa íhugun, hugleiðslutækni sem hann hefur nýtt sér í yfir þrjá áratugi, til að rétta af efnahag Íslands – og sálarlíf um leið. Færri komust að en vildu, fullt var út úr dyrum í aðalsalnum og margir þurftu að láta sér anddyrið nægja. Áhugamenn um bætta andlega líðan hafa ábyggilega verið þarna í ríkum mæli en einnig var fjöldinn allur af aðdáendum þessa einstaka leikstjóra mættur og hafði einn þeirra á orði að þetta væri stórkostlegasta stund lífs síns. MYNDATEXTI Hmm ... Ætli Lynch sé að tala um konuna með lurkinn?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar