Evrópsk vitund

Guðrún Vala Elísdóttir

Evrópsk vitund

Kaupa Í körfu

Borgarnes | Nemendur 9. bekkjar í grunnskólanum í Borgarnesi safna nú fyrir ferð sem þeir ætla í í haust til Póllands. Allra leiða er leitað til að safna fyrir ferðinni þar sem ekki er um marga styrki að ræða eins og staðan er í dag. Svava Svavarsdóttir á dóttur í bekknum og segir uppruna hugmyndarinnar um bekkjarferð til Póllands vera þann að haustið 2005 kom pólskur nemandi í bekkinn. ,,Mjög fljótlega fór að bera á ólíkum uppruna og menningaráhrifum, hvort sem var í námi eða félagslífi sem iðulega voru neikvæð. Þetta olli áhyggjum hjá kennurum og foreldrum þessara barna og því var ljóst að eitthvað vantaði upp á gagnkvæma evrópska vitund.“ MYNDATEXTI Kraká. Krakkarnir stefna til Póllands og ætla m.a. að skoða Maríukirkjuna í Kraká.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar