Svanir

Helga Mattína

Svanir

Kaupa Í körfu

Grímsey | Í fuglaeyjunni Grímsey er það ekki vanalegt að sjá svani fljúga um. Nú hafa íbúar spenntir fylgst með þremur svanapörum sem hafa haldið sig hér í nyrstu byggð undanfarna daga. Svanirnir eru skínandi fallegir og tignarlegir þar sem þeir synda um á Sandvíkurtjörninni. Eitt par ílentist hér síðast liðið sumar en það kom ekki til af góðu þar sem annar svanurinn var særður. Nú er spurningin: ætla þessir fögru fuglar að verða fastagestir og prýða fuglalífið á heimskautsbaug enn meir? MYNDATEXTI Svanir Þessir sex svanir hafa verið á Sandvíkurtjörn í Grímsey

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar