Byggingarvinna á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Byggingarvinna á Akureyri

Kaupa Í körfu

FYRIRTÆKIÐ SS Byggir á Akureyri sagði upp öllum 30 „útikörlum“ um mánaðamótin og allir starfsmenn PA byggingarverktaka, 30 að tölu, eru komnir niður í 50% starfshlutfall. Ekki er langt síðan 55 unnu hjá fyrirtækinu. Þetta eru tveir af stærstu byggingaverktökum í bænum og útlitið í þessum geira er dökkt í höfuðstað Norðurlands eins og víða annars staðar. „Ég sé ekkert ljós framundan og býst alveg eins við að þurfa að segja öllum upp,“ segir Páll Alfreðsson, eigandi PA, í samtali við Morgunblaðið MYNDATEXTI Skóli verður til Tveir iðnaðarmenn að störfum innandyra, í kuldanum á Akureyri í gær, í Naustaskóla sem rís í nýjsta hverfi bæjarins. Grænfáni leikskólans Naustatjarnar, sem stendur á næstu lóð, blaktir í glugganum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar