Ríkisráðsfundur

Ríkisráðsfundur

Kaupa Í körfu

FORYSTUMÖNNUM stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi, einkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, finnst lítið til nýs stjórnarsáttmála koma. Formaður þinghóps Borgarhreyfingarinnar telur aðgerðir fyrir heimilin í landinu ekki nógu róttækar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, nefndi fyrst Evrópusambandsmálið: „Þetta er helsta deiluefnið, flokkarnir hafa margítrekað að þeir muni leysa það sín í milli en svo kemur í ljós að þeir ætla að treysta því að stjórnarandstaðan leysi það. Þetta hlýtur að vera einsdæmi.“ MYNDATEXTI Vantaði einn dag í 100 Fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur starfaði í 99 daga; hún tók við 1. febrúar og fór frá völdum í gær. Myndin er tekin á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar