Gúmmítuðra í Hafnarfjarðarhöfn

Gúmmítuðra í Hafnarfjarðarhöfn

Kaupa Í körfu

AUKIÐ líf færist í Hafnarfjarðarhöfn með hækkandi sól. Siglingaklúbbur hefur þar aðstöðu og einstaklingar geyma bátana sína í höfninni. Stundum er siglt innan um stóru skipin. Í gær var slöngubáti siglt að dýpkunarpramma sem liggur við bryggju með annan bát utan á sér. Áætla má út frá þeim hleðslumerkjum á stefni prammans sem standa langt upp úr sjó að hann risti sex til sjö metra. Ekki þarf nein hleðslumerki á litla bátinn en ljóst er að farmur hans er mun verðmætari. Börnin eru með björgunarvesti og njóta siglingarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar