Hjólhýsi - Listahátíð - Samskip

Hjólhýsi - Listahátíð - Samskip

Kaupa Í körfu

Listahátíð hefst í dag LISTAHÁTÍÐ hefst í dag og meðal sýningaratriða eru fimm skúlptúrar á hjólum sem bera heitið Norskar hjólhýsakonur og eru eftir norsku listakonuna Marit Benthe Norheim. Verkunum var skipað upp úr einu skipa Samskipa í gærmorgun. Skúlptúrarnir verða á Austurvelli á morgun milli kl. 14 og 16 og víðsvegar um Reykjavík til 31. maí. Sýningin hverfist um hjólhýsi frá 6. og 7. áratugnum og um hana segir m.a. á heimasíðu listahátíðar: "Hjólhýsið er lifandi tjaldferðalag, ferðalangur, færanlegt heimili, minningar hinnar þröngbýlu fjölskyldu - huggulegheit og sumarfrí eða sprengikrafturinn í öllum þessum grunnþáttum."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar