Söngvaseiður

Söngvaseiður

Kaupa Í körfu

Þetta er fyrsta reynsla þeirra af atvinnuleikhúsi en örugglega ekki sú síðasta. Þeir Egill og Einar Karl leika, syngja og dansa eins og englar enda valdir úr hópi 4.000 barna. Kurteisir og hógværir en um leið skemmtilegir og ófeimnir taka þeir Egill Friðriksson, 12 ára, og Einar Karl Jónsson, 12 ára, á móti blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins. Það mætti ætla að þeir hefðu áratuga reynslu af samskiptum við fjölmiðla þegar þeir leiða okkur um húsið og fara yfir hlutverk leikarans frá því hann mætir í hús og þar til hann stígur á svið. Um leið segja strákarnir okkur frá ævintýrinu í kringum Söngvaseið. Hvers vegna ákváðuð þið að fara í prufurnar fyrir Söngvaseið? MYNDATEXTI Ungir leikarar Egill og Einar eru tilbúnir og bíða þess nú að leikhúsgestir gangi í salinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar