Gísli Tryggvason

Gísli Tryggvason

Kaupa Í körfu

Sú var tíðin að neytendamál mættu afgangi á Íslandi. Það hefur breyst. Liður í þeirri þróun var að koma á fót embætti talsmanns neytenda sem Gísli Tryggvason hefur nú gegnt í tæp fjögur ár. Hann er nokkuð ánægður með afraksturinn – tekist hafi að skapa vitund um embættið – en vildi að ósekju hafa meiri valdheimildir og meira fé úr að moða. „Nú held ég að efndir verði að fylgja orðum.“ MYNDATEXTI Hlutverk mitt er fyrst og fremst að gera tilmæli til úrbóta. Ég eyði fyrir vikið meira púðri í að senda frá mér tilmæli til fyrirtækja um að bæta verklag í framtíðinni fremur en að amast við því sem orðið er. En fylgi menn ekki tilmælunum hef ég fátt annað en pennann að vopni. Það hefur samt virkað ágætlega. Fyrirtæki og hagsmunasamtök fara yfirleitt að tillögum mínum,“ segir Gísli Tryggvason talsmaður neytenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar