Þrír fingur upp

Þrír fingur upp

Kaupa Í körfu

Laganemar við Stanford-háskóla í Kaliforníu leggja sitt af mörkum til að alræmdri löggjöf ríkisins um harðar refsingar við þriðja brot verði breytt. Þeim hefur þegar tekist að fá fanga lausa úr fangelsi, sem annars sáu fram á lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið dæmdir fyrir þriðja brot sitt. Við slíkan dóm eiga menn í fyrsta lagi möguleika á náðun eftir 25 ár í fangelsi. Svokölluð „Three strikes“ lög voru sett í Kaliforníu fyrir fimmtán árum. Þau draga nafn sitt af þeirri reglu hafnaboltans, að við þriðja misheppnað högg verði kylfingur að víkja af velli. „Þriðja högg“ afbrotamanna í Kaliforníu þýðir að þeir geta átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar