Taumönd - sjaldgæfur fugl á Íslandi

Taumönd - sjaldgæfur fugl á Íslandi

Kaupa Í körfu

TAUMÖND hefur sést á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, meðal annars á Elliðavatni og Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Aðalheimkynni hennar eru í Mið-Evrópu. Hingað til lands flækjast stöku fuglar, aðallega á vorin, en verpa ekki hér. Blikinn er auðþekkjanlegur af breiðri hvítri rák sem tegundin fær líka nafn sitt af og gengur í sveig frá auga aftur og niður á háls. Taumönd er buslönd eins og stokkönd og leitar ætis undir yfirborði vatnsins en kafar ekki. Hún er með minnstu andartegundum, lítið eitt stærri en urtönd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar