Planta káli

Sigurður Sigmundsson

Planta káli

Kaupa Í körfu

GARÐYRKJUBÆNDUR á Flúðum hófu í gær að planta út káli og allt fer á fulla ferð eftir helgi. Starfsmenn Þorleifs Jóhannessonar á Hverabakka fóru um garðana á útplöntunarvél. „Vorið kom til okkar í dag,“ sagði Þorleifur en útplöntunin hefur dregist um fáeina daga vegna veðurs. Plönturnar hafa verið forræktaðar í gróðurhúsum og þegar þær eru komnar í garðana er akríldúkur breiddur yfir. Þorleifur er bjartsýnn fyrir sumarið og segir að íslenskt grænmeti hafi meðbyr hjá neytendum. Von er á fyrstu uppskerunni, kínakáli, í lok júní.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar