Listahátíð í Reykjavík 2009 sett

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Listahátíð í Reykjavík 2009 sett

Kaupa Í körfu

LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett með pomp og prakt á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi, og mun standa yfir næstu tvær vikurnar. Hátíðin í ár er afar fjölbreytt og er sjónum ekki aðeins beint að einni ákveðinni listgrein, eins og áður hefur verið. Fjölmargt verður í boði, svo sem mexíkósk-kanadíska söngkonan Lhasa de Sela, Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Hjaltalín ásamt kammersveit, götulistamenn, gjörningar og fjölbreyttar myndlistarsýningar, svo fátt eitt sé nefnt. Á myndinni má sjá götulistamenn frá Ástralíu, sem nefna sig Forboðna ávexti, speglast í flygli við Kjarvalsstaði í gærkvöldi. Allar upplýsingar um hátíðina má finna á listahatid.is.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar