Jóhanna Guðrún fær góðar móttökur á Austurvelli

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jóhanna Guðrún fær góðar móttökur á Austurvelli

Kaupa Í körfu

Sannkölluð þjóðhátíðarstemning myndaðist í tæplega 20 stiga hita á Austurvelli í gærdag þegar þúsundir Íslendinga mættu til að fagna heimkomu hinnar nýju uppáhaldssöngkonu þjóðarinnar, Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur, sem lenti í öðru sæti Evróvisjónkeppninnar í ár. Jóhanna söng lagið Is It True? fyrir gesti á Austurvelli og heillaði þá jafnmikið – ef ekki meira – en hún heillaði sjónvarpsáhorfendur um alla Evrópu í keppninni. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði samkomunni og meðan beðið var eftir Jóhönnu dilluðu léttklæddir gestir sér við Evróvisjónlög. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að fá gott umtal og góðar fréttir, eitthvað jákvætt,“ segir Jóhanna sem var sýnilega snortin af móttökunum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar