Sól og blíða í Nauthólsvík

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sól og blíða í Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

Þótt færri hafi ráð á að komast til suðrænna sumarleyfisstaða í ár þarf það ekki endilega að koma að sök ef fleiri dagar verða eins veðursælir og gærdagurinn. Þá héldu margir höfuðborgarbúar í Nauthólsvíkina til að láta sólina leika um kroppinn á þessum fyrsta alvöru góðviðrisdegi sumarsins, en hitinn fór upp í 19,1 stig á Reykjavíkurflugvelli í gærdag. Þessi ungi Íslendingur kaus að byggja kastala í hinum hvíta sandi víkurinnar og af myndinni að dæma virðist hann hafa kunnað vel við þá iðju

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar