Þröstur í Hrísey

Skapti Hallgrímsson

Þröstur í Hrísey

Kaupa Í körfu

Þröstur Jóhannsson gerir út tvo báta í Hrísey ásamt bróður sínum og þeir verka allan afla sjálfir. „Þessar hugmyndir um fyrningu virðast hálfmótaðar eða jafnvel ómótaðar. En ef þessi leið verður farin fyndist mér eðlilegt að allt yrði tekið á einu bretti; kvótinn og skuldirnar þannig að menn geti byrjað á hreinu borði. Ef kvótinn verður innkallaður og við látnir sitja uppi með skuldirnar þarf engan speking til að sjá hvernig fer,“ segir Þröstur. „Skuldirnar hverfa ekki um leið og kvótinn fer MYNDATEXTI Landað úr Sigga Gísla Þröstur Jóhannesson, við kranann, landar í Hrísey í vikunni, þegar hann kom með þrjú og hálft tonn af þorski á bátnum Sigga Gísla. Til hægri er Steinar Kjartansson hafnarvörður í Hrísey.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar