Lúðrasveit verkalýðsins

Golli/Kjartan Þorbergsson

Lúðrasveit verkalýðsins

Kaupa Í körfu

LÍFLEGIR tónar ættu að koma vegfarendum víða um borg í sumarskap hafi sólin ekki gert það nú þegar. Þessa vikuna hafa nefnilega Lúðrasveit verkalýðsins, Lúðrasveitin Svanur og Skólahljómsveit Austurbæjar tekið að sér að blása lífi í borgina með því að marsera um göturnar á hverjum eftirmiðdegi. Markmiðið er að gera lúðrasveitir sýnilegri og gleðja fólkið í borginni, segir Snorri Heimisson, stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins sem marserar á myndinni hér að ofan. Við æfum okkur svo líka í marseringum í leiðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar