Líney Inga Arnórsdóttir

Líney Inga Arnórsdóttir

Kaupa Í körfu

Draumastarf Líneyjar Ingu Arnórsdóttur væri að byggja upp ímynd Íslands. Líney dúxaði núverið í almannatengslum frá Miami-háskóla og bauðst í framhaldinu að stunda doktorsnám við skólann. Ég ætlaði alltaf að flytja heim eftir námið, en eftir efnahagshrunið sl. haust þá ákvað ég að ílengjast úti. Ég hefði hins vegar mjög mikinn áhuga á að koma að því að byggja upp ímynd Íslands á erlendum vettvangi í framtíðinni enda með menntun á því sviði. Það væri hreinlega draumastarfið mitt, segir Líney Inga Arnórsdóttir, sem útskrifaðist frá Miami-háskólanum í Florída í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófinu sínu í almannatengslum. Líney útskrifaðist með meðaleinkunnina 3,99 á skala þar sem 4 er hæsta einkunnin. MYNDATEXTI Heragi Líney segist njóta góðs af veru föður síns í norska hernum, því hann hafi kynnt henni að skipuleggja sig.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar