Jarðskjálftar í Hveragerði 2008

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jarðskjálftar í Hveragerði 2008

Kaupa Í körfu

RÓSIR verða ekki framleiddar í garðyrkjustöðinni Fagrahvammi í Hveragerði á næstunni. Gróðurhúsin skemmdust mikið í jarðskjálftunum í fyrra og þessa dagana er verið að rífa húsin sem Fagrahvammsrósirnar voru ræktaðar í. Þar með er farinn drjúgur hluti rúmlega áttatíu ára uppbyggingarstarfs fjölskyldunnar. Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri hóf uppbyggingu garðyrkjustöðvar í Fagrahvammi seint á þriðja áratug síðustu aldar. Var hann meðal frumbyggja Hveragerðis. Við tók Ingimar sonur hans og Sigurður sonur Ingimars. Nú vinna við garðyrkjuna Helga og Ragna, dætur Sigurðar, fjórði ættliðurinn í Fagrahvammi. Þar hafa aðallega verið ræktuð blóm og rósirnar eru landsþekktar. MYNDATEXTI Ævistarfið Helga og Sigurður Ingimarsson sjá eftir rósahúsunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar