Mývatnsmaraþonið 2009

Birkir Fanndal

Mývatnsmaraþonið 2009

Kaupa Í körfu

Mývatnsmaraþonið fer fram í dag, laugardag. Að venju er hlaupið í kringum vatnið. Að þessu sinni verða upphafs- og endamörk hlaupsins við Jarðböðin og því stutt að fara í bað að loknu hlaupi. Á myndinni eru þeir að mæla hlaupaleiðina út frá þessum breyttu forsendum, Sighvatur Dýri Guðmundsson sem er viðurkenndur sérfræðingur í slíkum mælingum og Þorgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri keppninnar. Spáð er ágætis veðri í dag við Mývatn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar