ERRÓ og Margrét Blöndal í Hafnarhúsinu

ERRÓ og Margrét Blöndal í Hafnarhúsinu

Kaupa Í körfu

SÍÐASTLIÐIN fimmtudag voru opnaðar tvær sýningar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Annars vegar sýningin Mannlýsingar þar sem gefur að líta verk Errós en hins vegar sýningin Möguleikar, en þar er um að ræða sýningu á verkum íslenskra kvenna sem hlotið hafa viðurkenningu úr sjóði sem Erró stofnaði og kenndur er við móðursystur hans, Guðmundu S. Kristinsdóttur. Tíunda konan sem hlaut úthlutun úr sjóðnum er Margrét H. Blöndal og var henni afhentur styrkurinn á fimmtudaginn. MYNDATEXTI Flókið Eitt verka Margrétar H Blöndal. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, í baksýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar