Golf á Nesinu

Golf á Nesinu

Kaupa Í körfu

FÓLK nýtti sér góða veðrið sunnanlands í gær óspart til útivistar. Á Nesvelli, yst á Seltjarnarnesi, voru fjölmargir sem sveifluðu kylfum og slógu kúlur. Margir hafa væntanlega náð að bæta forgjöfina lítið eitt og koma sér í æfingu fyrir mót sumarsins, þótt mesti ávinningurinn sé auðvitað sá að fá súrefni í lungun og sól í sálina á sælum degi í sumarbyrjun. Veðurspáin gerir ráð fyrir ágætu veðri fram í vikuna og það mun útivistarfólk nýta sér því það er gömul saga og ný að blessuð sólin elskar allt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar