Tónleikar Kimano og Rökkurró

hag / Haraldur Guðjónsson

Tónleikar Kimano og Rökkurró

Kaupa Í körfu

Gæðasveitin Kimono sneri aftur eftir alltof langt tónleikahlé á föstudaginn og henti í sveitta tónleika á Grand Rokk. Tónleikarnir ku þeir síðustu áður en sveitin lokar sig inni í hljóðveri sínu með Aroni Arnarsyni, upptökumeistara Kimono. Fyrri hluti tónleikanna var helgaður nýju efni en „slagarar“ voru teknir í restina og slóst fyrrverandi bassaleikari sveitarinnar, Halldór Ragnarsson, þá í hópinn og lék á bassagítarinn eins og enginn væri morgundagurinn. Tónleikarnir voru á vegum gogoyoko og Reykjavík Grapevine en einnig léku Rökkurró og Me, The Slumbering Napoleon. MYNDATEXTI: Sveitt Mannmargt var á tónleikunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar