Dómnefnd í myndasögukeppni

Heiðar Kristjánsson

Dómnefnd í myndasögukeppni

Kaupa Í körfu

BORGARBÓKASAFNIÐ og Myndlistaskólinn í Reykjavík blésu í vor til myndasögusamkeppni þar sem vinna átti út frá þemanu Dularfullur atburður, í tilefni af áttræðisafmæli Tinna. Tinni er enda þekktur fyrir að takast á við dularfulla atburði. Keppnin var ætluð ungu fólki, frá tíu ára upp í um tvítugt og mátti annaðhvort senda inn staka mynd með myndasöguþema eða myndasögu. Yfir 60 sögur bárust dómnefnd sem skipuð var myndasöguhöfundunum Halldóri Baldurssyni og Lóu Hjálmtýsdóttur og Birni Unnari Valssyni bókmenntafræðingi. Að lokum var valinn sigurvegari og sex aðrir sem hljóta sérstaka viðurkenningu. MYNDATEXTI Dómnefndin Þau Lóa Hjálmtýsdóttir, Halldór Baldursson og Björn Unnar Valsson þurftu að velja sigurvegara úr hópi 60 myndasöguhöfunda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar