Krakkakot á Álftanesi

Heiðar Kristjánsson

Krakkakot á Álftanesi

Kaupa Í körfu

Í Náttúruleikskólanum Krakkakoti á Álftanesi er heimilislegt andrúmsloft og listaverk barnanna um alla veggi bera þess merki að þarna er mikið um að vera og margt skemmtilegt brallað. Þegar Barnablaðið ber að garði leggur kökuilminn yfir matsalinn, börnin klæða sig á hlaupum og geta ekki beðið þess að komast út í sólina og góða veðrið og hlátrasköll starfsfólks og barna ramma inn gleðina sem þarna býr. Við fengum fimm leiðsögumenn af elstu deildinni til að leiða okkur um útisvæðið og sýna okkur ævintýraveröldina á Álftanesi. MYNDATEXTIFugl og fyrirsætur Forvitin hæna í Krakkakoti fylgist grannt með störfum ljósmyndara Morgunblaðsins þegar þau Sölvi, Thelma, Ásrún, Steinunn og Arnór stilla sér upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar