Hollenska landsliðið í fótbolta á æfingu

Golli/Kjartan Þorbergsson

Hollenska landsliðið í fótbolta á æfingu

Kaupa Í körfu

HOLLENSKA landsliðið í knattspyrnu æfði í mildu veðri í Laugardalnum í gær en það leikur gegn því íslenska í kvöld í forkeppni HM. Létt var yfir mannskapnum, og mátti m.a. sjá stórstjörnuna Arjen Robben reyna fyrir sér í 100 metra hlaupi á hlaupabrautinni. Að æfingu lokinni héldu leikmennirnir allir beint til búningsherbergja en þjálfari liðsins, Bert van Marwijk, var til viðtals. Að sögn hollenskra fjölmiðlamanna er það venjan að leikmenn tjái sig ekki við fjölmiðla síðustu 2-3 daga fyrir leik. MYNDATEXTI Tilbúnir Það var ekki annað að sjá en að þeir Klaas-Jan Huntelaar, Robin Van Persie, Arjen Robben, Van der Vaart og félagar í hollenska landsliðinu væru tilbúnir í slaginn fyrir leikinn við Ísland í dag þegar þeir æfðu á Laugardalsvellinum í gær. Wesley Sneijder er eini leikmaðurinn sem er frá vegna meiðsla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar