Yngstu íbúar Reykjanesbæjar á leiksýningu

Svanhildur Eiríksdóttir

Yngstu íbúar Reykjanesbæjar á leiksýningu

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær bauð yngstu íbúum bæjarins og foreldrum þeirra á leiksýningu Brúðubílsins, Leikið með liti, á 15 ára afmæli bæjarfélagsins sl. fimmtudag. Þann 11. júní 1994 samþykkti meirihluti íbúa Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna að sameina bæjarfélögin í eitt. Sameinað sveitarfélag fékk um síðir nafnið Reykjanesbær. Íbúar bæjarfélagsins eru í dag um 14.000 og hefur fjölgun íbúa undanfarin ár verið sú mesta á landinu. Yngstu bæjarbúarnir gerðu sér glaðan dag með foreldrum sínum í skrúðgarðinum við Tjarnargötu, en þar hafði Brúðubílnum verið komið fyrir með sýningu júnímánaðar. Eitthvað voru brúðurnar óvissar með litina og því varð auðvitað að kippa í liðinn með aðstoð áhorfenda. MYNDATEXTI Leiksýning Yngsu íbúar Reykjanesbæjar horfa á sýningu Brúðubílsins á fimmtán ára afmæli bæjarfélagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar